Aðeins meira af Bleiku og Bláu...

Það hafa skapast heitar umræður um hvort fólk sé fylgjandi aðgreiningar, þá á eg við að halda í bláa og bleika litinn t.d. á fæðingardeildum, eða hvort ætti að taka upp "kynlausari" lit. Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að taka upp "kynlausari" lit, heldur skil ég ekki hvaða er á bakvið þessa pælingu Kolbrúnar. Hvað er að því að skipta kynjum upp eftir kyni? Kynin eru jú ekki þau sömu, það fylgja þeim mismundandi kynhlutverk og þá á ég kannski ekki við um vinnu og á heimilinu heldur í því að átta þig á því hver þú ert. Þetta kallast á fagmáli "sex-role identity".

Við lærum með því að bera okkur saman við kynið okkar, hvað sé eftirsóknarvert af okkur sem kynverur. Það að skipta út litnum færir stelpur ekki nær því að vera strákar né öfugt. Það sem hægt væri að gera í staðin er að taka öðruvísi á uppeldinu og gera mannskjuna sjálfstæðari og öruggari með sig sem bleika eða bláa manneskju að ala það í börnunum að vera stolt yfir litnum sínum. Það kemur að því, þó svo um "kynlausan" lit sé að ræða, að kynið gerir upp við sig hvorum hópnum það á að fylgja. Strákur sér að hann er strákur og stelpa sér að hún er stelpa. Það eru alltaf hópar og meira að segja í dýraríkinu þar sem ekki er fæðingardeild með bleiku eða bláu þema, myndast hópar. Því fyrr sem börn læra hvorum hópnum það fylgir, því fyrr verður það öruggara með sig sem einstaklingur...

Það er eins og það sé slæmt að fylgja öðrum hvorum hópnum, nema að Kolbrún sé að falast eftir bláa litnum?? En hvar á þá að stoppa? Spurn hvort ekki eigi að klippa alla eins, skólabúninga (sem er reyndar ekkert svo vitlaus hugmynd) sem væru þá einhvern vegin eins, því ekki mættu strákar vera í síðbuxum því þar væri komin aðgreining frá stelpum, og ekki mættu stelpur vera  í fallegum pilsum, ekki gætu drengir verið í pilsum, þó svo skotar og írar noti þau. Það yrði því að vera stuttbuxur, sem væri einhvert meðaltal pils og buxna. Ættum við svo ekki að sleppa sonur og dóttir í endingunum á nöfnum okkar þannig að endingin á nafni dóttur minnar yrði þá bara "Karls" eða taka upp ættarnafn, en það gæti reynst erfitt að finna eitthvað nógu "kynlaust" ættarnafn. Úff þetta er erfitt....

Vona bara að ekki komi til neins af þessu sem væri náttúrulega bara hrein og bein aðför að frelsi einstaklingsins, og verið væri að steypa alla ofan í sama mótið. Það verða alltaf til in-groups og out-groups sem við viljum og sækjumst eftir að tilheyra, eða ekki. Umræðir einskonar flýtihnapp til þess að vinna úr áreitum umhverfisins.

Að lokum má ég til með að benda á skemmtileg skrif eftir Eyþór Arnalds um þetta málefni. http://ea.blog.is/blog/ea/entry/380581/ vona að þið afsakið því ég kann ekki að líma link þannig að nóg væri að smella á nafn Eyþórs til þess að komst inn á síðuna hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband