aaaaahhhhhh...Íslandið okkar góða

jæja...þá er maður kominn heim til Íslands yfir jólin. Og vá hvað ég var búinn að gleyma Íslensku veðri. Það er sama hvar maður er, hvernig maður snýr, það er alltaf mótvindur og rigning. Ekki get ég nú sagt að ég sakni þess. Þetta er ekki beint tíminn sem maður vill vera veðurtepptur heima og komast ekkert út vegna veðurs. Þetta er alveg fáranlegt veður. Frekar kýs ég hægfara stjórnsýslu Danmerkur og pirra mig yfir hægu gengi í öllum málum innan danmerkur en að pirra mig yfir veðrinu. Dæmi um hvað allt gengur hægt, að þá þarf að bíða í það minnst hálfan mánuð eftir nýjum pincoda á debba...en fimm mínútur hér heima.

Ekki nóg með það að við búum á barmi hins óbyggilega heims hvað veður varðar, heldur virðist allt einhvern vegin vera dýrara hér á hjara veraldar, nema í Just4kids, og ógerlegt fyrir fólk sem nýtt er á húsnæðismarkaðinum að kaupa sér sýna fyrstu íbúð. Ekki hlakkar mig til að koma heim að námi loknu. Það er ef maður kemur heim. Kannski að Dönum verði að ósk sinni og nái að halda erlendum nemum og því menntunninni einnig innan Danmerkur, en þeir hafa lengi bölvað okkur útlendingunum fyrir að koma til landsins, nema frítt og fara svo bara með menntunina úr landi. Ef áfram heldur sem horfir að þá kemur maður bara ekki heim.

En það er samt gott að koma heim til íslands í heimsókn, þar sem keppst er um mann og ömmur rífa af manni barnið til þess að að skipta á kúkableyjum. Ekki hefði mig grunað að kúkableyjur gætu verið svona vinsælar. Verð að viðurkenna að ekki slæst ég á móti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband